Seafood Supply Iceland í fiskframleiðslu á Breiðdalsvík
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samið við fyrirtækið Seafood Supply Iceland, um leigu á tækjabúnaði sem sveitarfélagið á í frystihúsi Breiðdalsvíkur. Samningurinn gildir í hálft ár og er í honum klásúla um að fyrirtækið kaupi tækin að þeim tíma liðnum.
Seafood Supply Iceland hefur samkvæmt fundargerð Breiðdalshrepps frá liðinni viku gert leigusamning við Byggðastofnun og ætlar í desember að flytja búnað til Breiðdalsvíkur og koma tækjunum í rekstrarhæft form. Gert er ráð fyrir að vinnsla hefjist í desember og janúar.
Fyrirtækið Festarhald hefur á undanförnum misserum spreytt sig á framleiðslu afurða úr fiski í frystihúsinu.