Seyðisfjörður á topp tíu lista Lonely Planet yfir íslenska staði sem vert er að heimsækja
Ferðahandbókin Lonely Planet segir Ísland bestu kaupin í ferðum árið 2010 eins og fram kemur í frétt frá Ferðamálastofu: http://www.ferdamalastofa.is Þetta eru góð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna og athygli vekur að Seyðisfjörður er númer níu á lista sem Lonely Planet nefnir ,,Our top picks for Iceland" á síðu sinni: http://www.lonelyplanet.com/iceland. Seyðfirskir ferðaþjónustuaðilar eru að vonum ánægðir með þessa niðurstöðu.