Síðasta „myndlistarpartíið“ á Reyðarfirði framundan

Austurfrétt greindi í vor frá sérstökum vel sóttum „myndlistarpartíum“ sem haldin voru nokkrum sinnum í kaffihúsi Sesam á Reyðafirði og vöktu mikla lukku þeirra sem þátt tóku. Framundan er allra síðasta „partíið“ þetta árið.

Það er myndlistarmaðurinn Rasa Tverskyte frá Litháen sem staðið hefur fyrir þessum myndlistarveislum sem hún segir ganga fyrst og fremst út á að fólk sem telji sig ekki ráða við að mála Óla Prik vandræðalaust geti fengið faglega aðstoð við skemmtilegar aðstæður til að öðlast trú á að allir búi yfir getu til að mála falleg verk.

Rasa prófaði að halda slík námskeið síðasta vetur og aðsóknin það góð að hún hélt því áfram fram að sumri. Þá gerði hún hlé á „partíunum“ þar sem áhugasamir voru mikið til farnir annað í sumarfrí og grundvöllurinn aðeins brostinn.

„Þá var ég þegar búin að taka niður nöfn áhugasamra og nú loks ætla ég að bjóða í síðasta tímann þann 22. september. Þetta er þrjár skemmtilegar stundir þar sem þetta snýst um að hafa dálítið gaman af og taka hlutina ekki of alvarlega. Að sama skapi samt kenna fólki að allir geta málað ágætar myndir ef þeir bara fá smá hjálp til þess því það geta allir.“

Ekki of margir, ekki of langt og að hafa gaman af öllu saman er þær þrjár reglur sem Rasa Tverskyte hefur á því sem hún kallar „myndlistarpartí.“ Mynd aðsend.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.