Sjálfbærni meginstef fundar samtakanna Landsbyggðin lifi á morgun

Allir eru velkomnir á sérstöku málþingi sem samtökin Landsbyggðin lifi stendur fyrir í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Þar er sjálfbæri meginþemað.

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð til að gera málum landsbyggðarfólks hærra undir höfði enda fara málefni fámennari byggða oft fyrir ofan garð og neðan hjá ráðandi aðilum í þjóðfélaginu.

Í fyrramálið halda samtökin aðalfund sinn þetta árið í Sláturhúsinu og í kjölfarið standa þau samtök í góðri samvinnu við Framfarafélag Fljótsdalshéraðs málþing um landsbyggðina og sjálfbærni.

Að sögn Vigfúsar Ingvars Ingvarssonar, eins stjórnarmanna, er málið mikilvægt í ljósi margra frétta um dapra umgengni margra um sitt umhverfi.

„Við vonumst til að sjá sem flesta á morgun enda fjöldi forvitnilegra erindi flutt á þinginu. Til dæmis ætlar Guðrún Schmidt að ræða grunnstefið í hugtakinu sjálfbærni. Oddný Anna Björnsdóttir frá Samtökum smáframleiðenda matvæla tekur sjálfbærni fyrir í því ljósi og Rúnar Þór Þórarinsson mun tala um lífrænan áburð og lífkolagerð. Í viðbót mun Cornelius Aart Meijis viðra þá hugmynd hvort íslenski bóndinn sé læknir framtíðarinnar auk þess sem Anna Berg Samúelsdóttir frá Matís mun tjá sig um þau fjölmörgu málefni sem tengd eru sjálfbærni. Ég vona sannarlega að sem flestir sýni þessu áhuga og mæti á morgun enda skiptir þetta okkur miklu máli.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar