Sjómannadagshelgin: „Það fara bara allir í kraftgallana”

„Ég hef komið að undirbúningi sjómannadagshelgarinnar í fimmtán ár með hléum og man ekki til þess að hafa verið að undirbúa hana í snjókomu áður,” segir Kristinn Þór Jónsson, formaður sjómannadagsráðs á Eskifirði, en formleg dagskrá hennar hefst á Eskifirði á morgun.



Kristinn segir dagskrána að mestu vera með hefðbundnu sniði. „Fjörið hefst hér á Eskiriði í kvöld þegar Fjarðadætur verða með glæsilega Aretha Franklin heiðurstónleika í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands. Okkar dagskrá hefst svo á morgun, fimmtudag. Í ár munum við pufukeyra nýjan viðburð, tvenna tónleika sem við köllum Heima í stofu. Þá hugmynd fengum við frá Færeyjum, en Einar Ágúst Víðisson treður upp á fyrri tónleikunum sem verða í heimahúsi á morgun og Andri Bergmann á þeim seinni sem verða á laugardaginn. Við erum afar spennt að sjá hvernig þetta kemur út og er vonandi eitthvað sem er komið til að vera, en í ár mun ekki verða neinn aðgangseyrir á þessa tónleika,” segir Kristinn.


Að vanda er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg, siglingin verður á sínum stað, sem og dorgveiðikeppnin, fjörið á Eskjutúninu og á Mjóeyrinni, sem og dansleikur á laugardagskvöldið. „Við munum ekki láta veðrið á okkur fá, það fara bara allir í kraftgallana og njóta helgarinnar,” segir Kristinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar