Yfirheyrslan: Skinka, ostur og E.Finnsson alltaf til í ísskápnum
Þorlákur Ægir Ágústsson, stjórnarformaður minningarsjóðs um Ágúst Ármann, er í yfirheyrslu vikunnar en úthlutað var nýverið í fyrsta sinn úr sjóðnum. „Sjóðurinn hefur mikla þýðingu, sérstaklega fyrir tónlistarnema. Stór hluti af tónlistarnámi er ekki styrkhæfur og oft á tíðum þurfa tónlistarnemar að vera á almennum leigumarkaði meðan á námi stendur með tilheyrandi kostnaði. Því getur styrkur sem þessi komið sér vel,“ segir Þorlákur Ægir.
Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir sem hlaut styrkinn í ár, en hún er í söngnámi í The Complete Vocal Academy við Complete Vocal Institute Kaupmannahöfn þar sem aðal áherslan er lögð á ákveðna raddtækni til þess að ná fullri stjórn á röddinni.
Úthlutun fór fram á fæðingardegi Ágústar Ármanns, þann 23.febrúar. Hann lést árið 2011. „Sjóðurinn styrkir eitt verkefni eða einstakling á ári og hefur það hlutverk að styrkja einstaklinga sem hyggja á frekara tónlistarnám. Einnig geta stofnanir innan Fjarðabyggðar sótt um til sjóðsins fyrir námskeið eða verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun,“ segir Þorlákur.
Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir. Ljósmynd: Daníel Starrason.
Fullt nafn: Þorlákur Ægir Ágústsson.
Aldur: 33.
Starf: Tónlistarkennari, verslunarstjóri hjá ÁTVR og starfandi tónlistarmaður.
Maki: Bjarney Einarsdóttir.
Börn: Ágúst Ármann og Stella Rún.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Í augnablikinu er Show Must Go On með Queen glimjandi í hausnum á mér en ég er að fara spila það á árshátíð um helgina.
Vínill eða geisladiskur? Vínill.
Mesta undur veraldar? Börnin mín, alveg klárlega.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Úff, geta flogið.
Besta bók sem þú hefur lesið? Ekki viss, en ævisaga Keith Richards er klárlega skemmtilegust.
Hver er þinn helsti kostur? Hress.
Hver er þinn helsti ókostur? Frestunarárátta.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Út á svölum að grilla.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Skinka, ostur og E Finnsson.
Hver væri titillinn á ævisögunni þinni? Munaði litlu.
Hvað bræðir þig? Ummm....ansi margt...konan...börnin og tónlist.
Hvernig drekkur þú kaffið þitt? Hratt og örugglega.
Syngur þú í sturtu? Yfirleitt ekki.
Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Vinna og nokkrar mínútur með fjölskyldunni.
Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Erfitt val, sennilega John Lennon.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Hreinskilni og jákvæðni.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Klósettþrif af skiljanlegum ástæðum.
Draumastaður í heiminum? Of erfið spurning.
Topp þrjú á þínum „Bucket list“? Er ennþá að búa til listann, læt vita þegar ég lendi honum.
Duldir hæfileikar? Hreint ekki viss.
Hver er þín helsta fyrirmynd? Margir sem hafa haft áhrif á mig. Ætli pabbi sé samt ekki efstur á blaði.
Settir þú þér áramótaheit? Nei.
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Spila á árshátið, æfa fyrir söngleik og eyða smá tíma með fjölskyldunni.