Skinney SF 20 komin heim
Nýtt skip Skinneyjar Þinganess, Skinney SF 20, kom til heimahafnar á Höfn í Hornafirði um hádegisbil. Þegar skipið hefur verið tollafgreitt er öllum boðið að koma um borð að skoða skipið og þyggja léttar veitingar. Reiknað er með að tollskoðun ljúki fljótlega.
Skinney SF 20 er nýsmíði. Tvo mánuði hefur tekið að sigla því frá Asíu til heimahafnar. Það lagði af stað frá Kaohsiung í Taiwan 10. febrúar síðastliðinn og þurfti á leið sinni til dæmis að sigla um háskalegar sjóræningjaslóðir undan strönd Sómalíu í fylgd herskips. Skipið er ætlað til tog- og netaveiða og er hátt í þrjátíu metra langt.