Skipsáhafnir taka vel í mottumarssokkana
Skipsáhafnir í Fjarðabyggð panta sér ein af annarri sokka í tilefni mottumars, vitundarátaks Krabbameinsfélags Íslands um krabbamein í körlum.Krabbameinsfélag Austfjarða sendi nýverið út erindi á allar skipaáhafnir í Fjarðabyggð með boði um hóppöntun á sokkunum til að styrka átakið. Eftir því sem næst verður komist eru pantanirnar byrjaðar að berast ein af annarri.
Árlega er aflað fjár með sölu sokka sem sérstaklega eru hannaðir fyrir mottumars. Að þessu sinni byggir hönnunin á brimróti hafsins.
Annar hluti Mottumarrs er fræðsla og henni hefur Krabbameinsfélag Austfjarða sinnt á sínu félagssvæði. Þannig var nýverið haldið erindi fyrir starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands um karla og krabbamein. Þar var einnig tilkynnt um viðræður milli félagsins og skólans um samstarf um heilsutengdar forvarnir fyrir nemendur á næsta skólaári. Í lokum heimsóknarinnar gekk starfsfólk skólans frá pöntun á mottumarssokkum.
Áhöfn Hoffells er meðal þeirra sem pantað hefur mottumarssokkana. Mynd: Loðnuvinnslan/Krabbameinsfélag Austfjarða