Skipverjar á Barða vilja knúsa rauðhærða
Skipverjar á Barða NK efndu í dag til "Knúsum rauðhærða" dagsins. Samkvæmt Facebook síðu hópsins munu ríflega 1.100 manns hafa tekið þátt í deginum. Seinasta haust var efnt til alþjóðlegs dags þar sem menn vildu sparka í rauðhærða. Dagur skipverjanna virðist andsvar við honum.