Skáldin á skjánum
Tíu austfirsk skáld taka þátt í ljóðaviðburðinum Skáldin á skjánum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Í vélasal hússins hefur verið stillt upp fjórum skjám þar sem gestir og gangandi geta hlustað og horft á upplestur skáldanna.
Viðburðurinn opnaði síðastliðið mánudagskvöld og stendur fram á fimmtudag. Það er ljóðaklúbburinn Hási kisi sem stendur fyrir gjörningnum í samstarfi við nokkur önnur skáld frá Fljótsdalshéraði og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í tilefni Daga myrkurs.
Alls taka 10 skáld þátt í sýningunni sem samanstendur af myndböndum sem skáldin tóku af sjálfum sér við að lesa eigin efni, ýmist heima hjá sér eða annars staðar.
Skáldin eru:
Arnar Sigbjörnsson
Hrafnkell Lárusson
Ingunn Snædal
Kristján Ketill Stefánsson
Lubbi Klettaskáld
Sigurður Ingólfsson
Stefán Bogi Sveinsson
Steinunn Friðriksdóttir
Sveinn Snorri Sveinsson
Urður Snædal