Skreyta Vopnafjarðarbæ listaverkum nemenda grunnskólans með vorinu

Nemendur í grunnskóla Vopnafjarðar komu saman í lok síðasta mánaðar og bjuggu þar til ýmis listaverkin í verkefni sem bar yfirskriftina „Skreytum bæinn okkar.“ Vonir standa til að listaverkum ungmennanna verði komið fyrir víðs vegar í bænum þegar fer að vora.

Verkefnið var hluti sérstakra þemudaga í skólanum en þemudagarnar eru árlegt fyrirbæri í Vopnafjarðarskóla. Markmið skólastjórnenda með slíku að auka náms- og sköpunargleði nemenda með því að breyta aðeins út af hefðbundnu skólastarfi og gefa nemendum frjálsari hendur um tíma.

Það er einnig í því skyni sem nemendahóparnir eru mjög blandaðir þvert á aldur yfir þemudagana sem er ein allra besta leiðin til að efla félagslega færni hvers og eins fyrir utan að auka allt samstarf og samvinnu nemendanna. Þannig voru eldri nemendur að leiðbeina þeim yngri meðan þau yngri komu jafnvel fram með hugmyndir og sjónarhorn sem hinum eldri kom ekki til hugar.

Vonast nemendurnir til að sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gefi þeim leyfi til að hengja listaverkin öll upp til sýnis á mismunandi stöðum í bænum þegar hlýna fer í veðri með vorinu og þannig glæða bæjarbrag meira lífi.

Það sannarlega lærdómur út af fyrir sig þegar börn og ungmenni úr fyrsta bekk til þess tíunda taka höndum saman um eitt og sama verkefnið. Mynd Vopnafjarðarskóli

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar