Skip to main content

Sól og gleði á Ormsteiti

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. ágú 2009 14:40Uppfært 08. jan 2016 19:20

Mikil stemmning er nú í miðbæ Egilsstaða í blíðuveðri. Fjöldi fólks skemmtir sér á bæjarhátíðinni Ormsteiti, sem staðið hefur yfir í rúma viku og nær hápunkti í dag á Egilsstöðum og í Fljótsdal á morgun. Í morgun var byrjað að heilgrilla hreindýr yfir opnum eldi í miðbænum og von á í það minnsta 250 manns í hreindýrakjötsveislu þegar líður að kvöldi við menningarhúsið Sláturhúsið. Þar er nú markaður og í kvöld hátíðardagskrá og músík.

Or

Dagurinn var tekinn snemma því Skátafélagið Héraðsbúar leiddi skrúðgöngu úr miðbæ Egilsstaða niður í Egilsstaðavík. Þar grilluðu börn brauðorma á tjágreinum og drukku ormadjús og fullorðna fólkinu var boðið í höfðinglegan morgunverð í yndisfögru umhverfi Gistihússins Egilsstöðum, í boði Gistihússins og Landsbankans.

 Or

 -

Or

 

Or

 

Or 

Or 

Or 

Sigríður Sigmundsdóttir og Þór Ragnarsson bera hitann og þungann af heilgrillun 4 vetra hreindýrskvígu sem boðið verður upp á í hátíðarkvöldverði í miðbæ Egilsstaða í kvöld. Aðrar myndir frá Ormsteiti á Egilsstöðum í dag/SÁ