Síldarvinnslan greiðir 100 þúsund króna launauppbót

Síldarvinnslan hefur ákveðið að greiða út 100 þúsund króna launauppbót til starfsmanna sem starfa við vinnslu og skrifstofu í landi.  Greiðslan miðast við fullt starf og tekur mið af starfshlutfalli.  Greiðslan verður greidd fyrir jól.

 

Þrátt fyrir samdrátt í loðnu og síld hefur rekstur félagsins gengið vel á árinu.  Munar þar mikið um stóraukna hlutdeild norsk-íslensku síldarinnar til manneldisvinnslu auk veiða og vinnslu makríls.  Ennfremur hefur rekstur félagsins notið góðs af veikingu krónunnar þó svo að skuldir hafi aukist í sama hlutfalli.

  

Starfsfólk félagsins bæði til sjós og lands hefur lagt sitt af mörkum við að hámarka verðmæti þess afla sem borist hefur að landi.  Hjá félaginu starfa 120 mans í landi og á skipum félagsins eru 70 manns.

 

Vildarvinir

Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.

Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?

Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.