Skip to main content

Síldarvinnslan greiðir 100 þúsund króna launauppbót

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. des 2009 13:51Uppfært 08. jan 2016 19:21

Síldarvinnslan hefur ákveðið að greiða út 100 þúsund króna launauppbót til starfsmanna sem starfa við vinnslu og skrifstofu í landi.  Greiðslan miðast við fullt starf og tekur mið af starfshlutfalli.  Greiðslan verður greidd fyrir jól.

 

Þrátt fyrir samdrátt í loðnu og síld hefur rekstur félagsins gengið vel á árinu.  Munar þar mikið um stóraukna hlutdeild norsk-íslensku síldarinnar til manneldisvinnslu auk veiða og vinnslu makríls.  Ennfremur hefur rekstur félagsins notið góðs af veikingu krónunnar þó svo að skuldir hafi aukist í sama hlutfalli.

  

Starfsfólk félagsins bæði til sjós og lands hefur lagt sitt af mörkum við að hámarka verðmæti þess afla sem borist hefur að landi.  Hjá félaginu starfa 120 mans í landi og á skipum félagsins eru 70 manns.