Íslensk bíóhelgi á Austurlandi

seydisfjordur.jpg
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn og Kvikmyndamiðstöð Íslands standa fyrir íslenskri bíóhelgi í  um helgina í tilefni hækkunar framlaga í Kvikmyndasjóð og stuðnings við greinina í gegnum tíðin. Alls verða sýndar 34 myndir á 18 sýningarstöðum víðs vegar um landið. Á Austurlandi er sýnt er á Vopnafirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði. 

Sláturhúsið, Egilsstöðum
Fimmtudagur
20:00 Borgríki
Föstudagur
20:00 Okkar eigin Osló ( English Subtitles )
22:00 Rokk í Reykjavík ( Power sýning )
Laugardagur
14:00 Hringurinn
16:00 Algjör Sveppi 3 (Sveppi og Bragi Þór mæta)
Sunnudagur
14:00 Hrafninn flýgur
16:00 Eldfjall

Seyðisfjarðarbíó
Laugardagur
12:00 Algjör Sveppi
16:00 Englar alheimsins
21:00 Rokk í Reykjavík

Mikligarður, Vopnafirði
Sunnudagur
16:00 Hetjur Valhallar – Þór
20:00 Borgríki

Sveppi og Bragi Þór Hinriksson koma austur og verða viðstaddir sýningar á Sveppamyndum á Seyðisfirði og Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar