,,Sólin skín á drullupoll"
Nú er nær lokið tökum á kvikmyndinni Sólin skín á drullupoll eftir Ásgeir Hvítaskáld á Egilsstöðum. Tökur myndarinnar hafa staðið yfir frá sumri 2007 og áætlað er að frumsýna myndina í nóvember næstkomandi.Kvikmyndin fjallar um glæp og er bönnuð börnum. Þrjú ódæðisverk eru framin í myndinni, sem fjallar um ógæfusamt fólk sem lendir í íllindum að sögn höfundarins, Ásgeirs Hvítaskálds.
,,Myndin er algerlega tekin upp á Austurlandi í samvinnu við Leikfélag Fljótsdalshéraðs. Tökum myndarinnar er að ljúka, búið að klippa meginefnið og nú standa yfir aukatökur. Myndin verður frumsýnd á Austurlandi í nóvember næstkomandi. Þetta er flókin saga, margar persónur, leikarar frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Í myndinni er náttúran á Austurlandi algerlega í fókus", segir Ásgeir Hvítaskáld höfundur, leikstjóri og kvikmyndatökumaður myndarinnar.
SÝNISHORN úr myndinni, Sólin skín á drullupoll.
FRÉTTIR OG MYNDIR frá tökum myndarinnar á heimasíðu Ásgeirs Hvítaskálds.