Snorravaka í Óbyggðasetrinu vekur athygli

Rúmlega 30 manns hafa þegar skráð þátttöku í sérstakri Snorravöku sem haldin verður í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal á sunnudaginn kemur og skipuleggjendur búast við talsvert fleirum. Þar skal bæði minnast og varpa ljósi á líf og störf Snorra Gunnarssonar sem var þúsundþjalasmiður í orðsins fyllstu.

Saga Snorra, sem fæddur var að Egilsstöðum í Fljótsdal og lést árið 1989, er mörgum kunn en hann var handleikinn mjög alla sína tíð auk þess að vera liðtækur kvæðamaður. Honum munaði ekkert um að sauma heilu þjóðbúningana á konur, byggja heilu húsin þegar sá gállinn var á honum og gera við hin ýmsu tól og tæki sem úr sér voru gengin.

Að sögn Ellu Saurén, framkvæmdastjóra Óbyggðasetursins, hefur þegar stór hópur fólks boðað komu sínu og vart hefur orðið mikils áhuga fleiri á samfélagsmiðlum.

„Miðað við umtalið og þá sem áhuga sýna á samfélagsmiðlum erum við undir það búin það búin að fá fjölda fólks í heimsókn. Við ætlum að gera minningu Snorra hátt undir höfði og þarna verður fólk bæði úr Fljótsdal og Jökuldal sem vel þekkti hans og segja frá lífshlaupi hans og afrekum. Þá eru til upptökur af honum sem á sínum tíma voru sýndar í sjónvarpinu og þær ætlum við að sýna líka. Vakan hefst klukkan 16 og við gerum ráð fyrir að ljúka þremur stundum síðar eða svo. Súpa og brauð í boði á staðnum og gestir geta líka skoðað almenna sýningu Óbyggðasetursins. Við vonumst til að sjá alla sem áhuga hafa.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar