Snýst ekki um tofu og grænmeti í öll mál

„Síldarvinnslan, og Loðnuvinnslan, eru fyrirtæki sem er umhugað um heilsu starfsmanna sinna,“ segir Berglind Lilja Guðlaugsdóttir, næringarfræðingur, sem upp á síðkastið hefur ausið úr viskubrunni sínum hjá stórum fyrirtækjum hér austanlands.

Berglind Lilja, sem fædd er og uppalin í Neskaupstað, býr nú á höfuðborgarsvæðinu ásamt eiginmanni sínum, Martin Marinov, sem einnig ólst upp í sama bæ, er í viðtali í nýjasta hefti Austurgluggans sem ætti að vera komið til áskrifenda.

Þar fer Berglind yfir áhugann á næringarfræði og hvernig hægt er að næringarbæta mat án þess að bragð eða gæði breytist en hún hélt einmitt námskeið á þeim nótum hjá bæði Síldarvinnslunni og Loðnuvinnslunni nýverið.

„Það var gerð heilsufarsmælinghjá starfsmönnum Síldarvinnslunnar fyrr í ár og niðurstöður hennar voru því miður ekki ákjósanlegar. Því ákvað fyrirtækið að bjóða kokkum sínum og matráðum á þetta námskeið.“

Fræðast má meira um Berglindi og næringarfræðin í blaði vikunnar. Mynd FRI

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.