Skip to main content

Söfnuðu rétt tæplega 50 þúsund krónum fyrir sjúkrahúsið

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. júl 2021 15:08Uppfært 14. júl 2021 15:31

Alla þriðjudaga í júní og júlí í sumar fara fram tónleikar í bílskúrnum við Valsmýri 5 í Neskaupstað, verkefni sem kallast einfaldlega V-5 bílskúrspartý.


Viðburðirnir eru oftar en ekki vel sóttir af bæjarbúum og sáu þær Sigrún Rósa, Eva Sól og María Dögg tækifæri í tónleikunum.

 

Síðustu þrjá þriðjudaga hafa þær safnað dóti á tombólu og sett upp afgreiðsluborð við Valsmýri 4, skammt frá bílskúrstónleikunum. Viðbrögð við þessu uppátæki stelpnanna hafa ekki látið á sér standa og hefur salan verið slík að sennilega hefur farið um verslunarmenn landsins.


Verslunarmennirnir þurfa þó ekki að örvænta því stelpurnar hafa látið staðar numið að sinni enda hefur uppskera síðustu þriggja þriðjudaga verið með eindæmum góð. Þær söfnuðu rétt tæplega 50 þúsund krónum og ætla að afhenda Hollvinasamtökum Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað ágóða sölunnar.