Sögur óbyggðanna á Spotify

„Þetta er svona á pari við þær sögur sem við segjum fólki sem kemur hingað á setrið til okkar en mun ítarlegri frásagnir og vonandi nýtist þetta og skemmtir fólki sem áhuga hefur,“ segir Steingrímur Karlsson, hjá Óbyggðasetrinu í Fljótsdal.

Steingrímur hefur í vetur dundað sér við að koma sögum úr óbyggðum Íslands á stafrænt form og nú má finna og hlusta á tíu fyrstu sögurnar á vef Spotify en til stendur að koma þessum sögustundum á framfæri á fleiri miðlum þegar fram líða stundir.

Fleiri aðilar en Steingrímur koma að þessu framtaki. Meðal annarra fer Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, á kostum við að fara yfir forvitnilega tengingu gömlu heiðarbýlanna og listaþróunar.

„Þetta er nú mest til gamans gert,“ segir Steingrímur sem frá því að hann var polli hefur haft mikinn áhuga á sögum úr óbyggðum landsins. Hann útilokar ekki að bæta við þær tíu sögur sem nú þegar er hægt að hlusta á en hver og einn þáttur er um það bil hálftíma langur og því farið djúpt í hverri sögu.

„Það getur vel verið enda mikið áhugavert efni til viðbótar sem mætti gera skil. Ég vona að fólk sem er á ferð, ekki hvað síst á hálendinu fjarri byggðum, geti notið þess að hlusta á sögurnar og jafnvel ímyndað sér sögusvið þeirra í fortíðinni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.