Skip to main content

Sorpurðun í uppnámi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. des 2009 09:19Uppfært 08. jan 2016 19:21

Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur og Seyðisfjarðarkaupstaður leita nú að heppilegum urðunarstað fyrir sorp af svæðinu. Viðbótarsamningur um tímabundna urðun sorps á Reyðarfirði, af Héraði og Seyðisfirði fékkst ekki endurnýjaður hjá Fjarðabyggð og kann það að setja sorpurðun í uppnám, nema að Fjarðabyggð endurskoði afstöðu sína.

Talið er að hugsanlega sé hagkvæmast að reka einn urðunarstað fyrir allt miðsvæði Austurlands, þar sem sorpmagn fer minnkandi og endurvinnsla vex, en það er til skoðunar um þessar mundir.

Sorp frá Fljótsdalshéraði hefur verið flutt til urðunar að Þernunesi í Reyðarfirði síðan 1. júlí, eftir að urðunarstað Fljótsdalshéraðs á Tjarnarlandi í Hjaltastaðarþinghá var lokað.