Sparkað í gang á Borgarfirði

Á morgun verður vígður á Borgarfirði eystra yfirbyggður fótboltavöllur, sem gengur undir nafninu Sparkhöllin. Um er að ræða sparkvöll sem KSÍ stóð að, en með yfirbyggðri skemmu sem sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps lét byggja. Sparkhöllin verður vígð við formlega viðhöfn, þar sem oddviti Borgarfjarðarhrepps, framkvæmdastjóri UÍA og fulltrúi frá KSÍ flytja ávörp. Ætla skólabörn að syngja við vígsluna og hljómsveitin Hinir borgfirsku geimgrísir, með Magna Ásgeirsson innanborðs, troða upp. Að því búnu keppa börn við fullorðna á vellinum og fyrstu leikur upphafsmóts hallarinnar fer fram.

sparkhll_borgarfiri.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.