„Spennan er alltaf gríðarleg“

„Aðalsteinn var mikill Bridge-maður og ég man þá tíma sem hann þurfi að vera í Reykjavík kannski þriðjudag og miðvikudag, en kom samt heim seinnipart þriðjudags til þess að spila um kvöldið og fór svo aftur á miðvikudagmorgun,“ segir Sigurður Freysson, meðlimur í Bridgefélagi Fjarðabyggðar, en stórmót í Bridge í minningu Aðalsteins Jónssonar verður haldið í Valhöll á Eskifirði á laugardaginn.



Aðalsteinn Jónsson hefði orðið 95 ára þann 30. janúar síðastliðinn og í tilefni þess verður stórmót í Bridge í Valhöll á Eskifirði á laugardaginn. Spilað verður í tvímenning og vegleg peningaverðlaun eru í boði. Veislukvöldverður verður á laugardagskvöldið.

„Þetta kom þannig til að eftir að Aðalsteinn lést var ákveðið að halda mót honum til heiðurs. Núna, nokkrum árum síðar er komið að því og við munum spila í minningu hans á morgun,“ segir Sigurður.

Bridgefélga Eskifjarðar- og Reyðarfjarðar var stofnað árið 1977 og sameinaðist síðar Brigdefélagi Norðfjarðar í Brigdefélag Fjarðabyggðar. Meðlimir þess hittast alltaf á þriðjudagskvöldum yfir vetrartímann og spila.

„Ég gekk til liðs við félagið árið 1981 þegar ég flutti austur og á þeim tíma man ég aðeins eftir að einu sinni hafi fallið niður spilakvöld á þriðjudegi og var það vegna veðurs. Annars mætum við alltaf og spilum á sex til sjö borðum. Spennan er alltaf gríðarleg, hvort maður gerir rétt eða rangt, það er aðalslagurinn. Auðvitað myndast góð vinabönd innan hópsins, þó svo menn verði fúlir ef úrslitin eru ekki þeim í hag, en það er fljótt að rjúka úr mönnum.“

Sigurður segir þátttöku morgundagsins lofa góðu, en nú þegar hafa um 35 pör skráð sig til leiks. „Það er pláss fyrir fleiri og við hvetjum alla Bridgeáhugamenn um að skrá sig. Auk þess er kvöldverðurinn opinn öllu, keppendum sem og öðrum, bara ef fólk vill heiðra minningu Aðalsteins.“

Skráningar í mótið eru hjá Sigurði í síma 8437986 eða gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..



Queen og Bítlarnir í Frystihúsinu á Breiðdalsvík

Þeir Daníel Arason og Bjarni Freyr Ágústsson verða með tónleika í Frystihúsinu á Breiðdalsvík í kvöld klukkan 20:00. Á dagskránni verða vinsæl lög eftir Queen og Bítlana. Nánari upplýsingar er að finna hér.

 

Höttur mætir Hamri á sunnudaginn

Höttur spilar leik gegn Hamri í Hveragerði í 1. deild karla á útivelli á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Hægt er að skoða alla leiki og úrslit hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar