Spennandi sultugerðarkeppni á Seyðisfirði

Hinn árlegi Haustroði verður haldin með pomp og prakt á Seyðisfirði um helgina í félagsheimilinu Herðubreið. Hátíðin hefst á morgun, laugardag, og meðal hápunktanna er hin spennandi sultugerðarkeppni.

Fyrir utan Herðubreið verður opið í Skaftfelli og sölusýning verður í Blóðbergi á verkum Ísaks Óla Sævarssonar.

Meðal þessi sem í boði er í Herðubreið er MarkaðsBRAS barna. Markaður þar sem börn geta selt, keypt, gefið eða sýnt dót, list, fatnað eða jafnvel eitthvað matarkyns.

Tvær bíómyndir eru í boði á vegum BRASBÍÓ. Önnur þeirra er „Fimm í bransanum“ eftir upprennandi seyðfirska kvikmyndagerðarmenn.

Úrslitin í sultugerðarkeppninni verða tilkynnt um hálf fjögurleytið.

Aðstandendur minna gesti á að gæta ýtrustu varkárni vegna COVID og viðburðir verða aðlagaðir að þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar