Sportbílarallý áði á Djúpavogi – Myndir

Um 50 sportbílum var lagt fyrir utan Hótel Framtíð í hádeginu á miðvikudag meðan eigendur þeirra snæddu þar hádegisverð. Bílarnir tóku þátt í hringferð Rallystory um Ísland.

Rallystory er franskt og skipuleggur hópferðir fyrir eigendur glæsivagna víða um heim. Íslandsferðin hófst í Reykjavík síðasta laugardag og lýkur í Bláa lóninu í dag.

Lengsta dagleiðin var á miðvikudag. Þá var keyrt frá Mývatni að Hnappavöllum í Öræfum. Á leiðinni var morgunkaffi drukkið á Hótel Sumarlínu á Fáskrúðsfirði og hádegisverðurinn borðaður á Djúpavogi áður en haldið var áfram að Jökulsárlóni.

Bílarnir voru fluttir til landsins í lokuðum gámum og gátu eigendur þeirra skilað þeim af sér í evrópskum stórborgum á borð við Barselónu, München, Mílan, París og Mónakó. Þeir fara síðan sömu leið til baka.

Á Íslandferðinni er gist á fjögurra stjörnu hótelum og borðaður góður matur. Í upplýsingabæklingi segir að ólíkt því sem margir haldi þá sé íslenskur matur mjög góður, byggi á fersku hráefni og gott aðgengi sé að vönduðum vínum.

Þar er einnig fjallað um íslenska vegakerfið sem sagt er hafa tekið miklum framförum frá því fyrir tíu árum þegar slíkt rallý hefði ekki verið mögulegt. Framfarir frá síðasta rallýi, fyrir fjórum árum, þýði að hægt sé að fara um svæði sem þá voru ekki aðgengileg sportbílum.

Íslendingar eru þar sagðir gestrisnir og miklir bílaáhugamenn þótt þeir séu vanari fjallajeppum heldur en blæjubílum. Þess vegna veki sportbílarnir mikla athygli, eins og raunin var á Djúpavogi þar sem fjöldi fólks í bænum gerði sér leið að Framtíð í hádegishléinu til að skoða þá.

Bílarnir í ferðinni voru framleiddir á árunum 1952-2022. Rallýið snýst ekki um hver komist hraðar yfir heldur byggja þau verðlaun sem veitt eru á öðru en samkeppni og tekið er fram að ekki verið hlustað á nein klögumál. Þátttökugjaldið er um 2,8 milljónir króna og eknir eru um 2.100 kílómetrar.

F1106500 Web
F1132196 Web
F1144420 Web
F1157476 Web
F1170372 Web
F1183812 Web
F1197188 Web
F1210180 Web
F1223524 Web
F1236068 Web
F1249284 Web
F1263460 Web
F1300900 Web
F1314308 Web
F1327364 Web
F1339780 Web
F1363172 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.