Sr. Jóna Kristín tekin við á Kolfreyjustað
Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var sett í embætti sóknarprests Kolfreyjustaðarsóknar á sunnudag við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Jóna Kristín gegndi áður starfi bæjarstjóra í Grindavík og tók við Kolfreyjustaðarsókn af séra Þóreyju Guðmundsdóttur. Við athöfnina var kirkjunni færð gjöf til minningar um presthjónin sr. Þorleif Kristmundsson og Þórhildi Gísladóttur.
-
Úr myndasafni/SÁ