Staða heilbrigðisþjónustu óásættanleg

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 1. september sl. var eftirfarandi áskorun vegna heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu samþykkt og henni beint til heilbrigðisráherra: ,,Staða heilbrigðisþjónustunnar í Fjarðabyggð er algjörlega óásættanleg.  Nauðsynlegt er að grafast fyrir um ástæður þess að ekki hafa fengist læknar til starfa í Fjarðabyggð, sunnan Oddsskarðs, með fasta búsetu í sveitarfélaginu.  Skortur á hjúkrunarfræðingum er líka viðvarandi vandamál. 

fjarabyggarlg.jpg

Heilsugæsla er ein af grunnstoðum í þjónustu hvers sveitarfélags og er óviðunandi að henni sé sinnt af afleysingarfólki sem hefur stutta viðveru í hvert sinn.  Slíkt fyrirkomulag getur aldrei orðið til þess að skapa það traust og trúnað sem þarf að vera milli heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga. Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á heilbrigðisráðherra að láta þegar í stað fara fram hlutlausa úttekt á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Austurlands.  Fenginn verði sjálfsstætt starfandi úttektaraðili til að ræða við starfsmenn og stjórnendur um starfsumhverfi sitt.  Á grundvelli úttektarinnar verði gripið til þeirra aðgerða sem óhjákvæmilegar eru til að tryggja viðunandi þjónustu heilsugæslunnar í sveitarfélaginu"

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar