Skip to main content

Staðbundið háskólanám verði á Egilsstöðum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. sep 2009 09:41Uppfært 08. jan 2016 19:20

Fulltrúar stjórnar Þekkingarnets Austurlands, ásamt framkvæmdastjóra, funduðu með bæjarráði Fljótsdalshéraðs fyrir skömmu varðandi stuðning ÞNA við uppbyggingu staðbundins háskólanáms á Egilsstöðum. Niðurstaða fundarins var að þessir aðilar samþykktu að vinna formlega saman að verkefninu.

fljtsdalshra_lg.jpg

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs bókaði á fundi sínum í byrjun mánaðarins að hún fagnaði því að Þekkingarnet Austurlands ætlar að vinna með sveitarfélaginu að því að koma á staðbundnu háskólanámi  á Egilsstöðum. Jafnframt minnti bæjarstjórn á mikilvægi þess fyrir samfélagið á Héraði og Austurland allt að hægt verði að stunda háskólanám og vinna að rannsóknarverkefnum innan svæðisins.