Skip to main content

Stefna í málefnum nýrra íbúa á Fljótsdalshéraði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. okt 2009 08:17Uppfært 08. jan 2016 19:20

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í vikunni stefnu í málefnum nýrra íbúa.

Stefnan er að mestu leyti byggð á riti sem SSA gaf út í byrjun ársins 2007 og nefnist ,,Svona gerum við, leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi á Austurlandi". Ritið varð ákveðin fyrirmynd að stefnumótun í þessum málum bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

fljotsdalsherad_logo.gif

Stefnan var kynnt á aðalfundi SSA á Seyðisfirði í lok síðasta mánaðar og því beint til sveitarstjórna á svæðinu að þær tækju hana upp óbreytta eða aðlagaða að aðstæðum hvers sveitarfélags fyrir sig. Stefnuna má finna í heild sinni á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Stefnan var unnin af Kristínu Þyri Þorsteinsdóttur félagsmálastjóra og Sigríði H. Pálsdóttur móttökufulltrúa sveitarfélagsins auk fleira fólks, að frumkvæði eftirfylgniteymis Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.