Stefna í málefnum nýrra íbúa á Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti í vikunni stefnu í málefnum nýrra íbúa.

Stefnan er að mestu leyti byggð á riti sem SSA gaf út í byrjun ársins 2007 og nefnist ,,Svona gerum við, leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi á Austurlandi". Ritið varð ákveðin fyrirmynd að stefnumótun í þessum málum bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

fljotsdalsherad_logo.gif

Stefnan var kynnt á aðalfundi SSA á Seyðisfirði í lok síðasta mánaðar og því beint til sveitarstjórna á svæðinu að þær tækju hana upp óbreytta eða aðlagaða að aðstæðum hvers sveitarfélags fyrir sig. Stefnuna má finna í heild sinni á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Stefnan var unnin af Kristínu Þyri Þorsteinsdóttur félagsmálastjóra og Sigríði H. Pálsdóttur móttökufulltrúa sveitarfélagsins auk fleira fólks, að frumkvæði eftirfylgniteymis Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.