Stöð í Stöð hefst í kvöld

Bæjarhátíðin Stöð í Stöð hefst í kvöld á Stöðvarfirði. Hún er endurvakin eftir nokkurra ára dvala í tilefni þess að í ár eru 120 ár liðin frá því að verslun hófst á staðnum og 110 ár eru liðin frá stofnun Stöðvarhrepps.


Hátíðin hefst í dag á listflutningi Garðars Harðar og Önnu Hrefnu undir yfirskriftinni „Stef á mynd og stef á strengi“ þar sem þau spinna saman myndlist og tónlist. Eins er í boði barsvar og bæjarganga.

Formleg setning hátíðarinnar er annað kvöld með hverfahátíð þar sem bæjarbúar hittast saman til að grilla og hafa gaman. Frumflutt verður nýtt einkennislag hátíðarinnar en hið gamla fékk töluverða útvarpsspilun á sinni tíð.

Fleiri viðburðir eru í gangi um helgina og eins eru sýningar svo sem á Minjasafni Tona og í Snærós opnar alla helgina.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar