Skip to main content

Stóðu fyrir söfnun til styrktar Úkraínubúum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. ágú 2022 17:22Uppfært 02. ágú 2022 17:22

Krakkarnir sem luku öðrum bekk grunnskóla á Reyðarfirði í vor stóðu fyrir söfnun til styrktar stríðshrjáðu fólki í Úkraínu skömmu áður en skóla lauk í vor.


Krakkarnir sýndu frumkvæði með að fara af stað og ganga í hús í bænum þar sem þau söfnuðu flöskum og dósum.

Þau skiptu hverfum á milli sín og gengu hús úr húsi eftir skóla, nokkra daga í röð. Í lok vikunnar hittust þau, flokkuðu og töldu afraksturinn áður en farið var með hann í endurvinnsluna.

Afraksturinn, um 60 þúsund krónur, var afhentur hópi sem ferðaðist um Austurland með úkraínska dansa við komuna til Reyðarfjarðar.

Mynd: Aðsend