Stofnaði stuðningshóp til kaupa á hjartastuðtækjum

Heiðar Broddason stofnaði á dögunum stuðningshóp á ,,facebook" til kaupa á hjartastuðtæki fyrir fjölnotasalina í Brúarási og Fellabæ.  Hugmyndin kviknaði í framhaldi af því að Jónína Sigríður Elíasdóttir fékk hjartastopp á þorrablótinu í Brúarási.

heidar_broddason.jpgHeiðar segir hugmyndina gafa kviknað eftir að hann las fréttina um Jónínu og viðtalið hér á agl.is

,,Mér datt þetta í hug þegar ég var að lesa greinina á agl.is um Jónínu, eftir að hún hné niður á þorrablóti í fjölnotasalnum að Brúarási. Mér fannst það einkennilegt að hjartastuðtæki væri ekki staðalbúnaður í svona fjölnotahúsi.  Reyndar hef ég heyrt það, að þegar eitthvað sé að gerast, til dæmis kringum íþróttahúsið á Egilsstöðum, þá fái viðkomandi keppnishaldarar tæki lánað hjá lögreglunni, sem er slæmt því þá er lögreglan ekki með neitt tæki þann tíma meðan það er í láni.

Núna eru komnir 491 meðlimur í stuðningshópinn sem ég stofnaði á ,,facebook".  Það hefur aðeins verið um það að fólk hefði viljað fá fleiri fjölnota íþróttarhús í þennan hóp sem er mjög gott og  ég var ekki að hugsa um að úthýsa neinum, tiltók einungis þau sem Jónína sagði frá á agl.is og það er ekkert mál að taka til dæmis Hallormstað í hópinn.
Framhaldið er að spyrjast fyrir um það hjá svetarfélaginu, hvernig þessu sé háttað og hvort og hvað mörg svona tæki séu til í húsunum hérna og athuga hvort þetta sé á stefnuskánni hjá þeim sem bjóða sig fram til sveitarstjórna í vor" segir Heiðar. 

Nú er búið að opna reikning í Landsbankanum á Egilsstöðum til að safna fé til kaupa á hjartastuðtækjunum.  Reikningsnúmerið er 0175-05-72643  kennitala 100458-7999, ábyrgðarmaður reikningsins er Jón Eiður Jónsson. 

Ef allir sem eru í stuðningshópnum leggja 1000 krónur inn á reikninginn er þetta langt komið, þá er og eftir að leita stuðnings hjá sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

Svona tæki kosta á bilinu 200 til 300 þúsund krónur en ráðgjafi varðandi tækjakaupin, svo sem gerð og stærð tækja, er Gísli Birgir Ómarsson sjúkraflutningamaður.

Slóðin á stuningssíðuna á facebook er hér 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar