Stofnun Matvælamiðstöðvar Austurlands
Á mánudag verður undirritað samkomulag um stofnun og starfsemi nýrrar Matvælamiðstöðvar Austurlands. Hún verður til húsa í Mjólkurstöð MS á Egilsstöðum. Að henni koma Matís, Auðhumla/MS, mjólkurframleiðendur á Héraði, Búnaðarsamband Austurlands, Þróunarstofa Austurlands og sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Á næstunni mun Matís ráða starfsmann að Matvælamiðstöðinni og húsnæðið verður undirbúið fyrir starfsemina. Í Matvælamiðstöð Austurlands verður samstarf um vöruþróun og rannsóknir á mjólkurafurðum o.fl.