Stokkið í sjóinn til að kæla sig
Austfirðingar hafa beitt ýmsum ráðum til að reyna að kæla sig í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir fjórðunginn undanfarna viku þar sem hitinn hefur ítrekað farið yfir tuttugu stig. Áfram verður hlýtt í dag en síðan kólnar.Næst hæsti hiti á landinu í gær var á Möðrudal á Fjöllum, 24,1 gráða. Ögn kaldara var á Brú á Jökuldal. Á Egilsstöðum hefur hitinn farið yfir 23 gráður undanfarna þrjá daga.
Spáð er sól og um eða yfir 20 stiga hita víða um Austurland í dag. Þannig var hitinn þegar kominn í rúmar 20 gráður á Borgarfirði klukkan átta í morgun. Eftir daginn í dag er þó búist við að vindáttin snúi sér til norðurs og við það kólnar skarpt.
En það er um að gera að njóta á meðan nefinu stendur og Austfirðingar sannarlega gert það síðustu daga. Í Neskaupstað skemmtu unglingarnir sér við að stökkva af miðbæjarbryggjunni í sjóinn meðan eldra fólkið lét vel um sig fara í sandinum eða stakk sér í sjóinn þar sem kajak- og sjósundsfólk hefur aðstöðu.
Mynd: Benedikt Karl Gröndal