Stór stund hjá Tækniminjasafninu

Stór stund rennur upp hjá Tækniminjasafninu á Seyðisfirði síðdegis á morgun þegar safnið fær formlega afhent hið sögufræga bryggjuhús Angró en auk þess verður um formlega opnun á sýningunni Búðareyri - saga umbreytinga í Vélsmiðjunni. Í ofanálag geta gestir kynnt sér hönnun að glæsilegu nýju safnasvæði Tækniminjasafnsins sem staðsett verður við Lónsleiru í framtíðinni.

Það kemur í hlut Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, að opna sýninguna með ávarpi á morgun en sýningin þó verið opin gestum safnins síðan um miðjan júní síðastliðinn. Um þúsund manns hafa sótt sýninguna síðan þó hún hafi lítið sem ekkert verið auglýst eða kynnt með öðrum hætti. Það stendur þó til bóta því starfsfólk safnsins vinnur að markaðssetningu og kynningarstarfi enda hugmyndin að hún verði uppi lengi áfram. Von starfsfólks að hún verði aðdráttarafl um langa hríð enda sýnir hún mjög breytta tíma á Seyðisfirði.

Í tilefni dagsins býður safnið upp á léttar veitingar fyrir gesti auk þess sem tónlistarfólk leikur listir sínar en þar verða líka arkitektarnir Ásta Birna Árnadóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir en þær stöllur munu sýna og kynna hönnun á nýju safnasvæði og hvernig það mun líta út í framtíðinni. Opnunin mun standa yfir milli klukkan 17 og 18.

Það sem var og það sem verður. Við opnunina má fá nasasjón af lífinu á Seyðisfirði á fyrri tíð en jafnframt fá innsýn inn í framtíð Tækniminjasafnsins við Lónsleiru. Mynd Tekmus

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.