Stuðmenn mæta á Borgarfjörð

Stuðmenn verða ein þeirra fimm hljómsveita sem koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í sumar.

Dagskrá hátíðarinnar var kynnt í dag. Auk Stuðmanna stíga á svið Bríet, Mugison, heimakonan Aldís Fjóla og Vestur-Íslendingurinn Sigrún Stella.

Miðasala er jafnframt hafin á hátíðina sem haldin verður 24. júlí.

Miðasala er jafnframt hafin á LungA sem haldin verður 14. – 17. júlí. Hátíðin er styttri en vanalega en endar sem fyrr á stórtónleikum. Ekki hefur ekki verið tilkynnt hvaða listafólk kemur þar fram.

Skipuleggjendur Stöð í Stöð á Stöðvarfirðir hafa hins vegar kynnt nokkra dagskrárliði hátíðarinnar, sem verður 1. – 4. júlí. Verður þar meðal annars slegið upp balli með Páli Óskari auk þess sem blásið verður til Íslandsmótsins í bubblubolta.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar