Sumarmálagleði Kvenfélagsins Bjarkar á morgun

ormsteiti_dagur1_0003_web.jpgSumarmálagleði Kvenfélagsins Bjarkar verður haldin í Hjaltalundi annað kvöld. Á dagskránni verður söngur, gleði, glens og gaman.

 

Þröstur og Hólmfríður frá Borgarfirði troða upp með söng, Hjartafimmurnar koma fram og Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir einþáttung. Í hléi verður boðið upp á kaffiveitingar.

Á staðnum verður einnig tombóla þar sem vinningar verða á alla miða.

Aðgangseyrir á skemmtunina er 2.000 krónur og hefst hún klukkan 20:30. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar