Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar hefst í dag

Í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði verður mikið um að vera næstu vikurnar en sumartónleikaröð kirkjunnar, sem haldin hefur verið frá árinu 1998, hefst í dag.


Dagskráin í ár er fjölbreytt og margir áhugaverðir tónlistarmenn munu koma fram. Tónleikarnir fara fram á miðvikudagskvöldum í júlí og fyrsta miðvikudaginn í ágúst.


Það verða þau Vigdís Klara Aradóttir og Guido Baeumer sem hefja leik í kvöld en þau leika saman á alt-saxófóna og hafa gert í áraraðir. Á tónleikunum munu vera fluttir tveir flautudúettar og þrjú verk sem samin eru fyrir saxófóna.

Dagskráin næstu vikur lítur svona út:


14. júlí: Bandaríska blúshljómsveitin Dirty Cello mun flytja orkumikinn og frumlegan snúning á blústónlist.


21. júlí: Kristjana Stefánsdóttir ásamt hljómsveit mun flytja mörg af þekktustu dægurlögum Íslands í léttjözzuðum búningi.


28. júlí: Olga Vocal Ensemble er a cappella sönghópur sem mun flytja lög af fjölbreyttum toga.


4. ágúst: Norðfirska rokkhljómsveitin Coney Island Babies flytur úrval laga sinna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.