Svanir á áætlun

Svanurinn Rocky hvíldi sig í gærkvöldi um 30 kílómetra vestur af Glasgow í Skotlandi fyrir fyrirhugaða flugferð til Íslands. Fylgst verður með ferðum Rocky og 49 annarra svana, sem vonir standa til að muni fljúga til Íslands í sumar, með hjálp GPS-tækja á bökum þeirra. Sagt er frá svönunum á vef BBC. Þar kemur fram að bresk fuglaverndarsamtök standi fyrir rannsókninni. Ætlunin er að læra meira um ferðir fuglanna.

svanur.jpg

 

Á heimasíðu verkefnisins http://www.wwt.org.uk/tracking/573/super_whooper.html má skoða upplýsingar um hvern svan fyrir sig. / visir.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar