Svartir svanir árlegir gestir

Svartur svanur sást fyrir nokkrum dögum í Lóninu  og daginn eftir einn í Álftafirði en ekki er vitað hvort þar hefur verið sami fuglinn og í Lóninu.

svartur-svanur-solo01_orvarur_rna.jpg

Svartir svanir koma hingað árlega og hafa mest verið fimm fuglar á landinu í einu þar af þrír í Lóninu. Að sögn Björns Arnarsonar fuglaáhugamanns hafa þessir svörtu svanir aldrei verpt hér á landi og skýringu þess telur hann vera að þetta séu ungfuglar sem hingað koma en svanir  byrja ekki varp fyrr en þeir eru 4-5 ára.

  

Svörtu svanirnir  eru upphaflega frá Ástralíu en voru fluttir í dýragarða í Englandi og þaðan koma þeir hingað. Sennilega eru svartsvanirnir upphaflega komnir af hvítum svanategundum en þeir finnast í náttúrunni á stöðum þar sem ekki er ís eða snjór og græða því ekkert á að nota hvítt sem felulit. Svörtu svanirnir eru þó ekki alsvartir en tegundin frá Ástralíu er svört á hausi, háls og bol, en vængirnir eru þó hvítir, en einnig er til svört svanategund í Suður-Ameríku sem er svört á höfuð og háls en hvít að öðru leyti. Alls eru þekktar 6 tegundir núlifandi svana, 4 þeirra á norðurhveli og 2 á suðurhveli jarðar og eru norðlægu tegundirnar fjórar allar hvítar. (visindavefur.hi.is, BA)

  

Aldrei hefur verið staðfest að svartir svanir hafi parast hvítum svönum en hvort þar er um að ræða kynþáttafordóma fáum við víst aldrei að vita.

(af samfélagsvef Hornafjarðar)

Ljósmynd: Svartur svanur/Þorvarður Árnason

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar