Skip to main content

Sveit GSF sigraði um helgina

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 31. ágú 2009 16:39Uppfært 08. jan 2016 19:20

Sveitakeppni Austurlands í golfi var haldin á Hagavelli á Seyðisfirði laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. ágúst.  Til leiks mættu sveitir frá Norðfirði, Reyðarfirði, Hornafirði, Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði.  Samkvæmt reglugerð keppninnar þá voru í hverjum leik milli sveita leiknir þrír einliðaleikir, þ.e. einn leikmaður á móti einum í holukeppni og einn fjórleikur, þar sem tveir spila saman í liði og slá annað hvert högg.  

golf_sveitakeppni_aust.jpg

Á vefnum www.sfk.is segir að leiknar hafi verið 2 umferðir á laugardag og 2 á sunnudag.  Það voru sveitir GN, GHH, GFH, GRF og GSF sem kepptu sín á milli og eftir mörg frábær högg og hníf jafna og spennandi keppni voru það heimamenn í Golfklúbbi Seyðisfjarðar sem stóðu uppi sem sigurvegarar.  Sveit Golfklúbbs Hornafjarðar varð í öðru sæti og sveit Golfklúbbs Norðfjarðar í því þriðja.  Sigursveit GSF skipuðu þeir, Unnar Ingimundur Jósepsson, Gunnlaugur Bogason, Jóhann Stefánsson, Guðjón Harðarson, Páll Þór Guðjónsson, Ómar Bogason, Birgir Hákon Jóhannsson og Friðjón Gunnlaugsson.