Svæðisráð foreldrafélaga í Fjarðabyggð stofnað

28. maí var formlegur stofnfundur Fjarðaforeldra, sem er svæðisráð foreldrafélaga grunnskólanna í Fjarðabyggð. Stjórnarmenn eru tíu talsins, tveir foreldrar frá hverjum grunnskóla í Fjarðabyggð, annar úr foreldrafélaginu og hinn úr skólaráðinu. Þóroddur Helgason fræðslustjóri í Fjarðabyggð var foreldrafélögunum innan handar við stofnun ráðsins.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Svæðisráðið er samstarfsvettvangur foreldrafélaga í Fjarðabyggð og málsvari foreldra grunnskólanema í sveitarfélaginu. Tilgangur svæðisráðsins er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum. Stjórnarmenn Fjarðaforeldra eru Anna Margrét Sigurðardóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Solveig Friðriksdóttir, Elín Jónsdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Guðný Sigurjónsdóttir, Jón Grétar Margeirsson og Björgvin Már Hansson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar