Orkumálinn 2024

Sýna Wolku með íslenskum texta

Bætt hefur verið við sýningu á pólsku kvikmyndahátíðinni sem haldin er á Eskifirði um helgina.

Ákveðið hefur verið að sýna kvikmyndina Wolku aftur á sunnudagskvöld klukkan 20:00 en hún var opnunarmynd hátíðarinnar í gærkvöldi. Að þessu sinni verður myndin sýnd með íslenskum texta.

Wolka fjallar um hina pólsku Önnu sem fær reynslulausn úr fangelsi eftir 16 ára innilokun. Hún hefst strax handa við að finna Dorotu, með ekki annað í höndunum en heimilisfang á Íslandi. Leikurinn berst því hingað til lands, en í myndinni er meðal annars að sjá skot af Austfjörðum. Í myndinni leika nokkrir af þekktustu kvikmyndaleikurum Póllands.

Árni Ólafur Ásgeirsson, sem nam kvikmyndagerð í Lodz í Póllandi, leikstýrir myndinni. Hún var frumsýnd í haust á RIFF kvikmyndahátíðinni. Myndin var tekin upp hérlendis í lok sumars 2020 en Árni Ólafur lést í vor.

Aðrar myndir á hátíðinni, sem fram fer í Valhöll, eru sýndar með enskum textum. Aðgangur er ókeypis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.