![](/images/Skotganga.jpg)
„Þetta skotgengur núna"
„Þetta fyrirtæki fæddist í klósettskál,“ segir Inga Geirsdóttir um fyrirtækið Skotgöngu, sem hún rekur ásamt manni sínum Snorra Guðmundssyni. Inga var í þættinum Að austan á N4 síðastliðinn fimmtudag.
Inga og Snorri hafa búið í Skotlandi frá árinu 2006 og fljótlega varð Skotganga til. „Upphaflega átti þetta bara að vera svona dúllerí,“ segir Inga, en hugmyndin vatt fljótt upp á sig og fyrirtækið stækkaði hratt og í dag bjóða þau upp á fjölda spennandi gönguferða, bæði í Skotlandi og á Spáni.
Inga segir gönguáhugann hafa kviknað snemma og gekk hún iðulega inn í sveit á Eskifirði sem og milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar með vinkonum sínum, en þar var alla sætu strákana að finna, að hennar sögn.
Hér er Facebook-síða Skotgöngu. Hér að neðan er svo hægt að horfa á innslagið um Skotgöngu.