„Þetta þótti dálítið mikið galið“

„Þetta er staður sem allir vilja heimsækja þegar þeir koma á Djúpavog eða koma sérstaklega til Djúpavogs að skoða eggin,“ segir Erla Dóra Vogler, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, um útilistaverkið í Gleðivík.


Við höfnina í Gleðivík er glæsilegt listaverk eftir listamanninn Sigurð Guðmundsson sem samanstendur af 34 eggjum jafnmargra fugla sem verpa í Djúpavogshreppi.

Eggin standa á steyptum stöplum sem áður báru löndunarrör bræðslunnar á staðnum, en þegar bræðslan hætti starfsemi var sú ákvörðin tekin að nýta þá á allt annan hátt í stað þess að rífa þá. Eggin eru úr granít, innflutt frá Kína og fylgja sömu lögun og eggin sem þau líkja eftir. 

Ljósmynd: Andrés Skúlason. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar