Skip to main content

„Þegar græjur koma saman þá kemur fólk á Austurlandi saman“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. sep 2022 11:29Uppfært 02. sep 2022 11:48

„Fólk hér á Austurlandi er tækjafólk held ég að megi segja og þegar græjur koma saman þá kemur fólk á Austurlandi saman,“ segir Þura Garðarsdóttir, turnmaður á Egilsstaðaflugvelli og aðalsprautan að baki flughátíðinni Flug og fákar sem fram fór á Egilsstöðum síðla júlímánaðar.

Hátíðin tókst í alla staði vel og trekkti að líkindum yfir þúsund manns í blíðskaparveðri eins og Austurfrétt greindi frá á sínum tíma. Þar voru, eins og nafnið gefur til kynna, bæði fjöldi flugfara af ýmsum toga en ekki síður merkilegir bílar frá ýmsum tímum. Þótti þessi hátíð, sú fyrsta austanlands í áratugi, takast svo vel að strax var farið að tala um að gera þetta að reglulegum viðburði.

Rætt var við Þuru og flugáhugafólk í glænýrri þáttaröð N4 frá Austurlandi. Þættirnir heita Að austan en fyrsti þátturinn fór í loftið í gærkvöldi. Hann má sjá í heild sinni hér að neðan.

Frá Flugi og fákum. Mynd Tara Tjörvadóttir.