Orkumálinn 2024

„Þetta verður alvöru rokkveisla með topp tónlistarfólki“

„Það væri frábært að ná 400 manns á staðinn á laugardaginn og dagskráin ætti að falla í kramið hjá öllum ekta rokkunnendum enda alvöru rokkveisla með topp tónlistarfólki,“ segir Bjarni Þór Haraldsson, skipuleggjandi 70´s rokkveislu í Valaskjálf en allur ágóði af þeim tónleikum renna beint til styrktar geðheilbrigðismálum á Austurlandi.

Að þessu sinni ætla tónlistarmennirnir Dagur Sig. og Stebbi Jak auk hljómsveitarinnar Space Truckers að einbeita sér að 70´s rokki og verður tekið niður í helstu perlur þess tíma í rokkheimum. Tónleikar sem þessir hafa verið haldnir síðan árið 2017 og ávallt mismunandi áratugur rokksins tekinn fyrir í hvert sinn.

„Að þessu sinni bætum við aðeins við af íslensku rokki frá þessum tíma og tökum nokkur góð lög með Trúbroti. Svo perlur frá Led Zeppelin og Cream og öðrum slíkum snillingum.“

Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið af stað með slíka árlega tónleika svarar Bjarni því til að hann sakni mjög gömlu bílskúrsbandanna sem fundust á hverjum einasta stað hér fyrir mörgum árum síðan.

„Bílskúrsbönd virðast heyra sögunni til að mestu en þetta prógramm okkar á að koma þeim aðeins á framfæri aftur ef hægt er. Svo var líka alltaf hugmyndin að láta gott af sér leiða og aldrei fæst nógur peningur til geðheilbrigðismála svo það hefur alltaf verið takmarkið líka.“

Rokkveislan hefst í Valaskjálf á Egilsstöðum klukkan 21. Hægt er að kaupa miða bæði á Tix.is og í Valskjálf það kvöld.

Margir leggja sitt á plóg til að 70´s rokkveislan gangi upp og flestir listamennirnir gefa sína vinnu og tíma. Hér má sjá nokkra þeirra við æfingar fyrir laugardagskvöldið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.