Þökkuð löng og óeigingjörn störf í sóknarnefnd Eskifjarðarkirkju

Um liðna helgi urðu sætaskipti stórs hluta sóknarnefndar Eskifjarðarkirkju þegar þrír einstaklingar sem unnið hafa þar óeigingjarnt starf um árafjöld stigu til hliðar til að rýma fyrir nýju fólki.

Þetta eru þau Sólveig Kristmannsdóttir sem starfað hefur fyrir kirkjuna um 30 ára skeið auk nafnanna Gísla Auðbergssonar, fráfarandi formanns, og Gísla Benediktssonar en þeir báðir lagt sókninni liðsinni síðastliðin 20 ár eða svo.

Þremenningunum var þakkað séstaklega fyrir störf sín við hátíðlega athöfn í kirkjunni en þar voru meðal annarra viðstödd séra Bryndís Böðvarsdóttir og séra Benjamín Hrafn Böðvarsson sóknarprestar auk sitjandi formanns sóknarnefndarinnar Eydísar Ásbjörnsdóttur. Fengu þau lof í lófa auk blóma og gjafa af tilefninu.

Aðspurður um þessi tímamót segist Gísli Einarsson hafa notið stundarinnar en átti ekki sérstaklega von á að þetta myndi breyta miklu í hans tilfelli.

„Þetta var falleg athöfn og vissulega ákveðin tímamót þó í mínu tilfelli breyti þetta ekki heilmiklu enda mun ég halda áfram að sækja messur eins og ég hef gert lengi vel. Það jákvætt að nýtt fólk sé að koma í okkar stað en mig grunar að ástæða þess að við höfum verið svo lengi, eins og reyndar víða annars staðar í sóknum hér um slóðir, sé meira hversu erfitt er að fá fólk til slíkra starfa en að við séum sérstaklega ómissandi. Það því miður raunin víða að fólk er hætt að sýna því mikinn áhuga að taka þátt í slíku félagsstarfi. En ég kunni vel að meta blómin og belgískt súkkulaðið.“

Frá vinstri á myndinni eru Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður sóknarnefndar, séra Bryndís Böðvarsdóttir, prestur, Sólveig Kristmannsdóttir, Gísli Auðbergsson, Gísli Benediktsson og séra Benjamín Hrafn Böðvarsson, prestur. Mynd Eskifjarðarkirkja

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar