Þórhaddur vakir yfir Stöðvarfirði
Um síðustu helgi var haldið upp á tíu ára afmæli Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði.
Hluti af dagskrá afmælisins var afhjúpun á nýju útilistaverki við Sköpunarmiðstöðin en það ber heitið Þórhaddur og er eftir listamanninn Arngrím Sigurðsson.
Þórhaddur er sagður í Landnámu vera landnámsmaður Stöðvarfjarðar og um hann segir: „Þórhaddur hinn gamli var hofgoði í Þrándheimi á Mæri(na). Hann fýstist til Íslands og tók áður ofan hofið og hafði með sér hofsmoldina og súlurnar; en hann kom í Stöðvarfjörð og lagði Mærina-helgi á allan fjörðinn og lét öngu tortíma þar nema kvikfé heimilu. Hann bjó þar alla ævi, og eru frá honum Stöðfirðingar komnir.“