Tónlistastundir á Egilsstöðum og Vallanesi
Tónlistastundir á Héraði halda áfram á fimmtudag 1. júli í Egilsstaðakirhju og sunnudag 4. júli í Vallaneskirkju. Góð aðsókn var að fyrstu tónlistastundunum sem voru viku fyrr á sömu stöðum.Tónlistarstundir á Héraði fara vel af stað í ár og er betri aðsókn það sem af er heldur en síðustu ár. Það var nánast húsfyllir í Eglisstaðakirkju fimmtudaginn 24. júní á tónleikum Vígþórs Sjafnars Zophoníassonar tenórs, Ashley Wheat sópran og Kára Þormar píanista.
Síðan var hvert sæti skipað í Vallaneskirju síðastliðinn sunnudag á tónleikum Jóns Guðmundssonar flautuleikara og Matti Saarinen gítarleikara.
Á morgun, fimmtudaginn 1. júlí verða Björn Sólbergsson organisti Hallgrímskirju og dóttir hans Sólbjörg söngkona í Egilsstaðakirju, þar sem hún syngur við undirleik hans.
Sunnudaginn 4. júli verða svo Þorbjörn Rúnarsson tenór og Torvald Gjerde harmoníum með tónleika í Vallaneskirju.
Báðir tónleikarnir, bæði á fimmtudag í Egilsstaðakirkju og sunnudag í Vallaneskirkju hefjast klukkan 20.00 og aðgangur er ókeypis sem fyrr.