Töfratré og draugadiskó! Dagar myrkurs að hefjast

Þær ekki margar menningarhátíðirnar sem ná til alls Austurlands og reyndar aðeins ein slík haldin árlega. Sú, Dagar myrkurs, hefst formlega á morgun þriðjudag og stendur í tæpa viku.

Hún ýmist kölluð byggða-, samveru- eða vetrarhátíð Austurlands en hátíðin hefst alla jafna kringum þann tíma sem sólin fer alfarið að hverfa bak fjöllum fyrir veturinn. Hugmyndin að glæða fyrstu daga vetrar með uppákomum og menningu ýmis konar og jafnan eitthvað um að vera í flestum byggðakjörnum Austurlands þann tíma.

Dagskráin nú draugfull af forvitnilegum viðburðum eins og sjá má á vef Daga myrkurs á Facebook. Draugar til dæmis sérstaklega velkomnir þann 3. nóvember á Draugadiskó Skógræktarfélags Reyðarfjarðar og öðrum kynjaverum ekki hafnað heldur. Íbúar á Djúpavogi gætu hrokkið upp við bank á dyrnar frá forynjum og furðuverum annað kvöld. Bangsar taka yfir bókasafn Héraðsbúa á fimmtudagskvöldið og fá meira að segja að gista yfir nótt meðan börnin á Breiðdalsvík geta, með aðstoð vasaljóss, hugsanlega fundið nammi og gotterí í myrkrinu við Lækjarkot. Á Vopnafirði býðst heimamönnum að fara í ratleik með skreyttum hestum og heimafólk á Fáskrúðsfirði hyggst mynda fallegan ljósafoss í fjalllendinu fyrir ofan bæinn. Þá verður sem fyrr keppt um „hræðilegustu/fallegustu“ ljósmyndirnar meðan á hátíðinni stendur svo aðeins fátt sé nefnt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.